Ár síðan samkomubann tók gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:56 Myndin er tekin á föstudagskvöldi síðasta vor þegar samkomubann hafði nýlega tekið gildi. Heldur fámennt var í bænum. Vísir/Vilhelm Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira