Innlent

Rúm­lega 1900 skjálftar hafa mælst frá mið­nætti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flestir jarðskjálftanna hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall.
Flestir jarðskjálftanna hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm

Frá því á miðnætti í dag hafa rúmlega 1900 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Virknin var mest við Fagradalsfjall eins og undanfarna daga en nokkrir skjálftanna áttu upptök sín suður af Keili.

Tuttugu skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð það sem af er degi og þar af einn við Trölladyngju. Stærsti skjálftinn varð klukkan 1:34 í nótt og var hann að stærð 4,6. Sá skjálfti fannst víða um sunnan- og suðvestanvert landið samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

Í gær 12. mars mældust tæplega þrjú þúsund skjálftar á Reykjanesskaga. Þar af voru 48 yfir 3 að stærð. Alls hafa meira en 41 þúsund skjálftar mælst á svæðinu frá því að skjálftahrinan hófst 24. febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Ekki ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni

Ekki er ósennilegt að kvika sé nær yfirborði en fyrr í vikunni við Fagradalsfjall, þegar hún var á um eins kílómetra dýpi að mati hópstjóra náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vonast sé eftir að gervitunglamynd muni varpa skýrari mynd á það um helgina.

Eldgos í sjó möguleiki

Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×