Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 15:40 Myndin var tekin um borð í Þór þegar skipið lagði af stað frá Helguvík. Landhelgisgæslan Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Sjá meira