Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 11:47 Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira