Lífið

„Hérna er hægt að hengja upp rólu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Venni Páer sá um að sýna Tómasi og Önnu þrjár eignir.
Venni Páer sá um að sýna Tómasi og Önnu þrjár eignir.

Í gærkvöldi var á dagskrá nýr þáttur af Draumaheimilinu á Stöð 2.

Hugrún Halldórsdóttir er þáttastjórnandinn en þátturinn er alls ekki aðeins fyrir fólk í kaup- eða söluhugleiðingum heldur fá áhorfendur góð ráð og innblástur fyrir sín eigin heimili.

Draumaheimilið er sjónvarpsþáttur þar sem fylgst er með Íslendingum í fasteignahugleiðingum taka eina af stærstu ákvörðunum lífsins, hvaða eign skal kaupa.

Í gær skoðaði Tómas Hrói Viðarsson þrjár fasteignir en hann er 21 árs smiður og var í leit að sinni fyrstu íbúð. Hann fékk móður sína, Önnu Karen Kristjánsdóttur, til að aðstoða sig við leitina.

Tómas skoðaði eing við Grettisgötu, Rauðárstíg og í Hafnarfirðinum. Íbúðin við Grettisgötu var kjallaraíbúð í miðborginni og var um ósamþykkta eign að ræða. Það var Vernharð Þorleifsson fasteignasali, sem meðal annars er þekktur sem skemmtikrafturinn Venni Páer, sem sýndi þeim eignirnar. Hann kom meðal auga á stað fyrir rólu í eigninni og sagði: „Hérna er hægt að hengja upp rólu.“

Hér að neðan má sjá þegar Tómas og Anna skoðuðu þá eign í þætti gærkvöldsins.

Klippa: Ósamþykkt kjallaraíbúð við Grettisgötu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×