Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 20:04 Við fjárhagslegt uppgjör sambandsins skipti ekki máli að bæði áttu jafnan hlut, heldur þótti sanngjarnt að maðurinn fengi útborgun sína endurgreidda. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira