Enski boltinn

Gerrard: Stuðningsmenn Liverpool vilja mig ekki sem stjóra, þeir vilja Jürgen Klopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Gerrard hefur gert frábæra hluti með Rangers síðan hann tók við liðinu 2018.
Steven Gerrard hefur gert frábæra hluti með Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. getty/Ross MacDonald

Steven Gerrard viðurkennir að draumur hans sé að þjálfa Liverpool í framtíðinni en segir að Jürgen Klopp sé besti maðurinn í starfið eins og staðan er núna.

Gerrard, sem gerði Rangers að skoskum meisturum um helgina, hefur verið orðaður við endurkomu til Liverpool eftir brösugt gengi liðsins á undanförnum vikum.

Þrátt fyrir að það hafi gefið á bátinn að undanförnu hefur Gerrard tröllatrú á að Klopp og segir að sá þýski sé rétti maðurinn til að snúa gengi liðsins við, ekki hann sjálfur.

„Stuðningsmenn Liverpool vilja ekki fá mig sem stjóra liðsins, þeir vilja Jürgen Klopp. Ég vildi að þú vissir hversu mikið við elskum hann,“ sagði Gerrard í viðtali við iTV í gær.

„Er það draumur minn að þjálfa Liverpool einn daginn? Já. En ekki strax,“ bætti Gerrard við.

Liverpool hefur tapað sex heimaleikjum í röð og er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir RB Leipzig í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liverpool er í góðri stöðu eftir 0-2 sigur í fyrri leiknum.

Annað kvöld mætir Rangers Slavia Prag í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rangers sló Antwerpen út í 32-liða úrslitunum, 9-5 samanlagt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.