Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. mars 2021 19:17 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14
„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15