Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 22:37 Viðtal Opruh við hjónin hefur vakið mikla athygli. Getty/Harpo Productions Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021 Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira
Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira