Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir þjónustu við eldri borgara vera lengra komna á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira