Hlutfallslega margir sem fari á hjúkrunarheimili Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 19:00 Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir þjónustu við eldri borgara vera lengra komna á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir Norðurlöndin standa Íslandi mun framar í þjónustu við eldri borgara. Þar bjóðist eldri borgurum heimahjúkrun í meira mæli og fólk fari seinna á hjúkrunarheimili en þekkist hér á landi. Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni. Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þórunn var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi rekstur hjúkrunarheimila, en þau voru til umræðu í Víglínunni á Stöð 2 í gær. Þar sagði Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, að fyrirkomulag líkt og það sem þekkist á Norðurlöndunum og Þýskalandi væri skynsamleg lausn til lengri tíma, en í Þýskalandi greiðir fólk fyrir dvöl sína að fullu. „Þýska kerfið gengur að mínu viti of langt, það er engin spurning,“ segir Þórunn. Sjálf sé hún hlynntari þeirri leið sem er farin á Norðurlöndunum, en þar er meiri þjónusta í boði fyrir eldri borgara og meira gagnsæi varðandi kostnað hvers og eins fyrir dvöl á hjúkrunarheimilum. Kostnaður fyrir pláss á hjúkrunarheimili hér á landi er um 1,2 milljónir á mánuði. „Við erum með hlutfallslega háa tölu sem fer inn á hjúkrunarheimili og þess vegna verður það hlutfallslega dýrara fyrir samfélagið. Við erum þarna langt langt á eftir öðrum löndum.“ Vilja meira gagnsæi Þórunn segir marga kosti fylgja norrænu leiðinni. Bæði gæti fólk verið lengur í eigin húsnæði og kostaður gæti lækkað. Þar sé fólk áfram með sinn eigin heimilislækni og fær lyfin því niðurgreidd. „Ef þú héldir þínum heimilislækni, eins og gert er á Norðurlöndunum, þá fengir þú niðurgreidd lyf. Það er búið að gera tilraun til að kafa ofan í þetta svo við færum norrænu leiðina, að það væri sýnilegt hvað við erum að borga fyrir og sundurliðað, þannig viðkomandi fengi þá að sjá reikninginn.“ Hér á landi borgi fólk að hámarki um það bil 470 þúsund í umönnun, fæði og húsnæði þó plássið kosti 1,2 milljónir á mánuði. Að mati Þórunnar væri réttara að notast við sömu útfærslu og nágrannaþjóðirnar. . „Það er það sem Danir, Norðmenn og Svíar eru á undan okkur, þar borgar þú bara reikning fyrir það sem þér ber en umönnunarkostnaður, lyfjakostnaður og húsnæði er greitt af hinu opinbera.“ Ekki komin lengra en að breikka hurðir „Að búa lengur heima, það er svona stefna stjórnvalda, en það þarf að gera húsnæðið þannig úr garði að það sé hægt. Það er líka verið að byggja íbúðir fyrir aldraða sem ættu að vera með meira öryggi þegar kemur að þessum efri árum,“ segir Þórunn og bætir við að margar nýjar lausnir séu fyrir hendi í þeim efnum. Ísland sé þó ekki komið langt hvað varðar aðbúnað í íbúðum fyrir eldri borgara. „Menn horft á það að það þarf að breikka hurðir og taka þröskulda. Lengra erum við ekki komin.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þórunni.
Reykjavík síðdegis Eldri borgarar Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira