Innlent

Alls­herjar­at­kvæða­greiðsla hafin hjá VR

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir bjóða sig fram til formanns VR.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir bjóða sig fram til formanns VR. Vísir/Vilhelm

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2021 til 2023 hófst í morgun.

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2021 til 2023 hófst í morgun. Atkvæðagreiðslunni mun ljúka á hádegi á föstudaginn.

Í framboði til formanns eru þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur.

Alls eru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára, líkt og segir á heimasíðu VR.

Að neðan má sjá umræður Heimis Más Péturssonar fréttamann við þau Ragnar Þór og Helgu Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi þann 23. febrúar síðastliðinn.

Einnig er kosið um ellefu frambjóðendur í sjö sæta stjórn og þriggja í varastjórn.

Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar VR:

  • Arnþór Sigurðsson
  • Harpa Sævarsdóttir
  • Helga Ingólfsdóttir
  • Jón Steinar Brynjarsson
  • Jónas Yngvi Ásgrímsson
  • Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
  • Sigmundur Halldórsson
  • Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir
  • Sigurður Sigfússon
  • Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
  • Þórir Hilmarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×