„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. mars 2021 11:39 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, merkir engan áhuga hjá ráðuneytinu að fjármagna kaup á nýju kerfi fyrir samræmdu prófin. Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27