Sveitin hefur gefið það út að hún hyggist flytja lagið á dönsku í aðalkeppni Eurovision sem fram fer í Rotterdam í maí. Síðast var framlag Dana í keppninni flutt á móðurmálinu árið 1997. DR greinir frá.
Lagið er samið af Laurits Emanuel sem skipar dúettinn ásamt Jesper Groth, sem er leikari og þekktur sjónvarpsmaður í Danmörku. Laurits hefur jafnframt verið aðalsöngvari hljómsveitarinnar The Grenadines í mörg ár.
Það er diskó og húmor sem einkennir lagið og flutning þess á sviði en sjá má framlag Dana til Eurovision 2021 í spilaranum hér að neðan.