Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Skjálfti að stærðinni 5,0 mældist um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli í nótt. Skjálftinn er sá stærsti í nokkra daga. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að nokkrir íbúar hafi leigt sér hótelherbergi eða sumarbústað yfir helgina til að fá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á.

Fjallað verður ítarlega um jarðhræringarnar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til að bregðast við áhrifum faraldursins.

Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, þar af 25 hávaðakvartanir, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Það er í meira lagi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en hávaðakvartanir um helgar hafa þó smám saman færst í aukana síðustu vikur. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.