Innlent

Sjáðu MAX-inn fljúga í fyrsta sinn eftir tveggja ára kyrrsetningu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um borð í MAX 737-flugvélinni í dag.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair um borð í MAX 737-flugvélinni í dag. Skjáskot/Stöð 2

Boeing 737 Max-flugvél Icelandair var flogið í fyrsta sinn í dag eftir tveggja ára kyrrsetningu. Vélinni var lent í Reykjavík klukkan tíu í morgun.

Klukkustund síðar var svo lagt af stað á ný en þó ekki í hefðbundið áætlunarflug heldur í rúmlega klukkustundar útsýnisflug. Um borð var forstjóri félagsins ásamt öðru starfsfólki Icelandair.

„Þetta er mikill gleðidagur. Þetta er lokaundirbúningsflugið okkar áður en vélin fer aftur inn í leiðakerfið og fyrsta farþegaflugið verður á mánudaginn,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali við Sindra Sindrason um borð í Max-vélinni í dag. 

Fyrsta flugið verður til Kaupmannahafnar. „Og að sjálfsögðu til baka,“ bætir Bogi við.

 Bogi segir að 737 Max sé „gríðarlega hagkvæm“ flugvél og muni skapa ný tækifæri í leiðarkerfinu. Þá hafi flugvélarnar staðist ströngustu öryggiskröfur.

„Þessar vélar eru hugsaðar bæði til Evrópu og Norður-Ameríku en á fjarlægari staði í Ameríku, á vesturströnd Bandaríkjanna, þurfum við vélar sem hafa meiri drægni.“

Tvær flugvélar af gerðinni MAX-737 hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. Alls fórust 346 í slysunum tveimur. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna. Þær voru kyrrsettar á meðan gerðar voru grundvallarbreytingar á hönnun þeirra.


Tengdar fréttir

Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar

Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars.

Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins

Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.