Innlent

Barði bíla í miðbænum með hamri

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglan fylgdist meðal annars með gangi mála í miðbæ Reykjavíkur í gær.
Lögreglan fylgdist meðal annars með gangi mála í miðbæ Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var í handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í nótt þar sem hann barði í bifreiðar með hamri. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og með fíkniefni meðferðis. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í Hafnarfirði var karlmaður hand­tek­inn fyr­ir að veit­ast að fólki en hann var í mjög ann­ar­legu ástandi að sögn lögreglu og lát­inn sofa úr sér vímuna í fanga­klefa.

Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti og vistaður í fangaklefa vegna eignaspjalla og óskað eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr versl­un í Háa­leit­is- og Bú­staðahverfi. Var málið af­greitt á staðnum með vettvangsskýrslu.

Töluvert var um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna í nótt. Þar af var einn handtekinn í Grafarvogi sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera með vímuefni meðferðis. Ökumaðurinn er undir lögaldri og var málið afgreitt með aðkomu foreldra en hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Alls voru 95 mál skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 5 í nótt. Þar af voru tíu hávaðakvartanir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.