Erfitt að koma heim eftir Eurovision í Lissabon Stefán Árni Pálsson skrifar 7. mars 2021 10:01 Þórunn Erna Clausen upplifði eins og hún væri að bregðast þjóðinni þegar hún fór út til Portúgals í Eurovision árið 2018. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Þórunn Erna hefur í tvígang farið út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Síðast árið 2018 þegar hún samdi lagið Our Choice sem Ari Ólafsson flutti í Lissabon. Laginu gekk ekki vel í keppninni og komst ekki áfram úr undanriðlinum. „Ég fann fyrir alveg svakalegri pressu þá. Þeir sem kusu lagið hérna heima voru allir rosalega glaðir, enda vann lagið. Þá fékk maður mikinn stuðning en það er rosalega stutt á milli í þessu. Við erum keppnisfólk og við viljum bara vinna,“ segir Þórunn um ferðina til Lissabon. Þórunn segir að Ísland hafi verið í dauðariðlinum þetta árið. „Eiginlega öll lögin sem komust áfram í þeim riðli enduðu í topp tíu í keppninni. Við áttum aldrei séns í þessum riðli og ég hefði alveg viljað sjá okkur í hinum riðlinum en það þýðir ekkert að pæla í því.“ Hún segir að það hafi hreinlega verið erfitt að koma heim til Íslands eftir þessa keppni. „Við vorum kannski ekki mikið vör við neikvæðnina úti enda vorum við bara á fullu að vinna. En ég fann það alveg að mér sjálfri fannst þetta mjög erfitt, að hafa ekki getað komið laginu áfram og ég var alveg svolítinn tíma að jafna mig á því. Að vilja sýna eitthvað aftur eða gefa eitthvað frá mér aftur. Maður semur bara eitthvað lag, sendir það inn í Söngvakeppnina og það vinnur. Og svo er maður að bregðast þjóðinni, það er mjög erfitt. Þetta er partur af því að vera keppa í tónlist eða handbolta eða hvað sem er.“ Þórunn ræðir þennan tíma þegar 17 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira