Lífið

Ýmsar útfærslur á svölum sem settar hafa verið upp löngu eftir byggingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þarf ekki að vera mikil framkvæmd að koma fyrir svölum eftir á. 
Það þarf ekki að vera mikil framkvæmd að koma fyrir svölum eftir á. 

Það eru mörg fjölbýlishús og einbýli á landinu sem ekki eru með neinar svalir. Eldri húsin hér á landi eru iðulega svalalaus.

En nú er hægt að smíða og steypa svalir utan á hús á einfaldan hátt eftir á og auka þannig lífsgæði fólks.

Nú fer bráðlega að vora og Vala Matt skellti sér í leiðangur og skoðaði ýmsar útfærslur á svölum sem settar hafa verið á hús löngu eftir byggingu.

Vala ræddi meðal annars við Benedikt Sveinsson svalasérfræðing sem hefur sett upp fjöldann allan af svölum á höfuðborgarsvæðinu.

Vala leit inn í íbúðir og hús til nokkurra einstaklinga sem hafa sett upp svalir og gjörbreytt þannig lífi sínu til hins betra og voru allir viðmælendur hennar sammála um að þetta hafi gjörbreytt eigninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.