Innlent

Fólki bent á að leita annað en á bráða­mót­töku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Baldur

Landspítalinn biður fólk sem lent hefur í vægum slysum eða veikindum, eða þarfnast ekki bráðrar aðstoðar, að leita ekki á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi.

Í tilkynningu segir að fólk sem leitar á bráðamóttökuna vegna minni háttar meiðsla eða veikinda megi búast við afar langri bið eftir þjónustu, enda álagið á deildinni mikið þessa dagana. Er fólki bent á að leita frekar aðstoðar á heilsugæslustöðvum eða á Læknavaktinni.

„Staðan í innlagnarmálum á Landspítalanum í dag er því miður mjög þung. Það eru núna tugir sjúklinga sem að bíða innlagnar á legudeildir Landspítalans og því miður komast ekki þangað og eru því vistaðir á bráðamóttökunni,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlækni bráðalækninga á Landspítalanum, í myndbandi með færslunni.

Því er fólk hvatt til þess að leita á heilsugæslustöðvar eða á Læknavaktina í smærri málum.

„Þannig að ef um minni háttar vandamál er að ræða, eða eitthvað sem er ekki brátt, þá hvetjum við fólk til að leita þangað til að fá fyrstu þjónustu. Ef þörf er á er málunum vísað áfram á Landspítalann,“ segir Hjalti.

Hér má sjá lista Landspítalans yfir heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, sem hægt er að leita til.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×