Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. mars 2021 11:01 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Skjálfti að stærð 4 varð klukkan 10:12 sem fannst vel á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann. Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28
Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28
Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11