Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2021 06:11 Ekkert lát er á jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Aðeins tólf mínútum seinna kom annar stór skjálfti, 4,6 að stærð. Upptök hans voru á 6,3 kílómetra dýpi 2,2 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Klukkan 05:36 varð síðan einn að stærðinni 4,2. Upptök hans voru á sex kílómetra dýpi 3,3 kílómetra norðaustur af Fagradalsfjalli. Um fjörutíu mínútum síðar, klukkan 06:15, varð svo skjálfti að stærðinni 4,1. Upptök hans voru á 5,2 kílómetra dýpi 2,7 kílómetra suðvestur af Keili. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að um 660 skjálftar hafi mælst á svæðinu frá því á miðnætti og þar til núna. Fjöldi þeirra hefur verið yfir þremur, til að mynda einn sem varð klukkan 05:49 og mældist 3,4 að stærð samkvæmt óyfirförnum mælingum í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Jarðskjálftavirknin er að mestu leyti bundin við það svæði sem verið hefur, það er við Fagradalsfjall, Keili og Trölladyngju. Aðspurður hvort Veðurstofan hafi fengið margar tilkynningar í nótt um það hvar fólk hafi fundið þessa stærstu skjálfta sem hafa mælst síðustu klukkutímana segir Bjarki svo ekki vera. Töluvert hafi dregið úr því síðustu daga að fólk tilkynni hvar það finni skjálfta en gera má ráð fyrir því að skjálftarnir hafi vakið einhverja af værum blundi á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og jafnvel allt upp í Borgarfjörð og suður á Hellu. Greint var frá því í gær að vísindaráð almannavarna telji líklegustu skýringuna á þessari miklu jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarna daga þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta virknin hefur verið. Í þessu ljósi var Bjarki spurður að því hvort það væri byrjað að gjósa á Reykjanesskaga en hann sagði ekki svo vera og að ekki væru nein merki um að gos væri í aðsigi þar sem skjálftarnir væru á það miklu dýpi. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um skjálftann sem varð kl. 06:15.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira