Lífið

Gústi B frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gústi B með nýtt myndband við lagið Fiðrildi.
Gústi B með nýtt myndband við lagið Fiðrildi.

Tónlistarmaðurinn, leikarinn og plötusnúðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir glænýtt lag ásamt tónlistarmyndbandi á Vísi í kvöld.

Lagið heitir Fiðrildi og fjallar textinn um löngunina til að geta flogið burt, rétt eins og fiðrildi. Takturinn við lagið er samið af þýska taktsmiðnum Dominik W. og lagið er hljóðblandað af Starra. Textann og sönginn sér Gústi B um sjálfur.

Lagið er þétt með flotta melódíu og kraftmikinn hljóm. Myndbandið, sem er skotið af Árna Beinteini, er vandað og segir frá sögu tveggja einstaklinga sem eru andlega ekki á sama stað

Gústi er ánægður með útkomuna.

„Ég er gríðarlega stoltur af þessu nýjasta verkefni mínu. Það má segja að ég hafi verið í útgáfu-pásu síðustu tvö ár en að núna sé kominn tími á sprengju. Fiðrildi er eitt af mörgum lögum sem ég stefni á að gefa út á þessu ári. Þetta er rétt að byrja,“ segir Ágúst.

Klippa: Gústi B - FiðrildiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.