Innlent

Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuð­borgar­svæðinu og Reykja­nesi

Eiður Þór Árnason skrifar
Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er jarðskjálftahrinan enn í gangi en rúmlega 2.500 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirku jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands síðan á miðnætti.

Hættustig almannavarna er í gildi vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu.

Hér má sjá þá sjálfta sem hafa mælst frá því klukkan 11 í morgun.Veðurstofan/Skjálfta-Lísa

Fjölmargir skjálftar mældust í gær, sá stærsti klukkan 10:05 að stærð 5,7. Þá mældist einn klukkan 10:30 að stærð 5,0 og annar að stærð 4,8 klukkan 12:37. Ellefu jarðskjálftar yfir 4,0 hafa mælst frá því í gær og fjöldi skjálfta yfir 3,0. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Tveir skjálftar yfir þremur í nótt

Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti.

Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“

Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.

Svona á að bregðast við í jarðskjálfta

Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.