Lífið

Geir Ólafs söng lagið Bíddu Pabbi og tileinkaði dóttur sinni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Geir Ólafs söng lagið Bíddu pabbi í þættinum Í kvöld er gigg. Lagið tileinkaði Geir dóttur sinni. 
Geir Ólafs söng lagið Bíddu pabbi í þættinum Í kvöld er gigg. Lagið tileinkaði Geir dóttur sinni.  Skjáskot

Stórsöngvarinn Geir Ólafs fór á kostum í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld. Hann ásamt skemmtikraftinum Sóla Hólm og söngdívunni Bryndísi Ásmunds voru gestir kvöldsins. 

Þremeningarnir sungu hvern slagarann á fætur öðrum og var mikil stemning í salnum sem kemur kannski ekki á óvart þegar atvinnustuðboltar mæta til leiks. 

Hér fyrir neðan má sjá frábæran og einlægan flutning Geirs Ólafs á lagi Villa Vill, Bíddu pabbi. Lagið tileinkaði Geir dóttur sinni. 

Næsti þáttur Í kvöld er gigg er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:50 og verður þema í anda tíunda áratugarins. Gestir kvöldsins eru þau Svala Björgvins, Heiðar úr Botleðju og Villi Naglbítur. 

Klippa: Í kvöld er gigg - 19. febrúar

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir

Sóli Hólm eins og Ronan Keating í þættinum Í kvöld er gigg

Gestir Ingó síðasta föstudagskvöld koma úr ólíkum áttum en eiga það þó sameiginlegt að vera miklar gleðisprengjur og stuðpinnar. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, söngdívan Bryndís Ásmunds og skemmtikrafturinn Sóli Hólm heiðruðu gesti með nærveru sinni þetta kvöldið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.