Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 15:14 Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira