Innlent

Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá höfuðstöðvum Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur.
Frá höfuðstöðvum Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Hann segir að starfsmaðurinn hafi farið upp á heilsugæslu að láta skoða sig. Ekki reyndist þörf á að sauma en líma þurfti fyrir sár sem starfsmaðurinn fékk á höfuðið. 

Aðrir starfsmenn hafi sloppið í skjálftanum en um hafi verið að ræða eina loftplötueiningu í fjórum hlutum. Ein þeirra hafi hafnað á höfði starfsmannsins.

Uppfært klukkan 12:17

Rúnar segir að starfsmaðurinn sé kominn aftur til starfa eftir heimsóknina á heilsugæsluna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.