Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:55 Jón Bjarni veitingamaður segist sáttur við þær breytingar sem Svandís kynnti í dag og hann segir að svo sé um þá sem hann hefur heyrt í nú í dag. Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson veitingamaður á Dillon segist þokkalega sáttur við nýjar tilslakanir sem greint var frá fyrr í dag. Og svo sé um kollega hans í veitingabransanum. „Allavega þeir sem ég hef heyrt í. Það munar um þetta.“ Myndi þiggja að lögreglan slaki á í sínu eftirliti Svandís Svavarsdóttir kynnti nýja tilhögun á samkomubanni í dag. Takmarkanir á samkomum hafa verið rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Varðandi skemmti -og veitingastaði þá mega þeir taka við nýjum gestum til klukkan 22 og þarf að vera búið að loka stöðunum klukkan 23. Er verið að seinka lokun staðanna um klukkustund. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um að hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum. Og þeir hafa gagnrýnt þær reglur sem þeim hefur verið gert að fara eftir. Hljóðið er ólíkt betra í Jóni Bjarna nú en þegar Vísir ræddi við hann snemma í október á síðasta ári. Segist þokkalega sáttur við hinar nýju tilslakanir; „gott að taka svo af allan vafa um það hvenær þarf að henda öllum út. Það sem mér finnst samt vanta er að fá smá hvíld frá stöðugu lögreglueftirliti - það er orðið meira en þreytt að fá inn til sín lögregluþjóna allar helgar.“ Munar um auka klukkutíma á kvöldi Jón Bjarni segir gott að sjá hreyfingu á málum. Hann segist hafa búið sig undir engar breytingar. Og er þá Svandís óvænt komin í náðina hjá veitingamönnum? „Jájá. Ég held líka að menn séu farnir að sjá fyrir endann á þessu. Mér sýnist febrúar hjá mér stefna i að það komi meira inn en fer út. Ég bið ekki um mikið meira.“ Jón Bjarni segist spurður þetta svo sem ekki breyta miklu fyrir sig og sinn rekstur. „Ég kem ekki mikið fleirum inn með tveggja metra reglu. En það munar um auka klukkutíma á kvöldi.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Tengdar fréttir Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fimmtíu manns mega koma saman Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun. 23. febrúar 2021 11:33