Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2021 13:45 Guðlaugur Þór ávarpaði mannréttindaráðið með þessa stórfínu landslagsmynd í bakgrunni. Vísir/Utanríkisráðuneytið Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ráðherra fór yfir víðan völl í ræðu sinni og kallaði meðal annars eftir því að Rússar, sem voru nýverið kjörnir í ráðið, myndu nýta sæti sitt í ráðinu til þess að taka upp nýja nálgun innanlands. Óskaði hann þess að mannréttindi allra Rússa yrðu virt, meðal annars tjáningarfrelsi og rétturinn til mótmæla. Mikill fjöldi mótmælenda hefur verið handtekinn í Rússlandi á árinu vegna handtöku og dóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Hefur Guðlaugur Þór, líkt og aðrir utanríkisráðherrar á Vesturlöndum, kallað eftir því að hann verði leystur úr haldi. Varhugaverð þróun Ástandið í Hvíta-Rússlandi og Hong Kong bar einnig á góma. Guðlaugur Þór sagði yfirvöld þar hafa grafið undan lýðræðinu. Í Mjanmar hefði lýðræðinu svo einfaldlega verið kastað í ruslið. „Allt of víða sætir fólk ofsóknum vegna trúar sinnar, stjórnmálaskoðana eða kynhneigðar. Blaðamenn og fólk sem berst fyrir mannréttindum leggur líf sitt að veði í baráttunni gegn slíku óréttlæti. Það er sameiginleg skylda okkar að standa vörð um mannréttindi og frelsi allra,“ sagði Guðlaugur Þór. Íslandi þakkað fyrir Þá horfði ráðherra aftur til ársins 2019. Nánar tiltekið til sameiginlegrar yfirlýsingar um stöðu mannréttinda í Sádi-Arabíu þar sem minnst var á Loujain al-Hathloul, 31 árs gamla konu sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í landinu og var handtekin árið 2018. „Við fögnum ákvörðun sádiarabískra stjórnvalda að svara kalli alþjóðasamfélagsins um að leysa hana úr haldi. Ég vona að þetta sé fyrirboði um raunverulegar umbætur og bætta stöðu kvenna og mannréttindabaráttufólks í Sádi-Arabíu,“ sagði Guðlaugur Þór. Lina al-Hathloul, systir Loujain, þakkaði fyrir stuðninginn á Twitter. brighter days for the women and human rights defenders of Saudi Arabia. Thank you Iceland for encouraging positive changes from the start. We are grateful for your support — Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) February 23, 2021 Skert frelsi í skugga Covid Kórónuveirufaraldurinn rataði einnig í ávarp utanríkisráðherra. „Það er enginn vafi um það að faraldur Covid-19 hefur reynst mikil áskorun fyrir ríkisstjórnir jafnt sem almenna borgara. Það er erfitt að finna rétt jafnvægi á milli takmarkana og frelsis.“ Hann sagði að ekki mætti nýta faraldurinn til þess að réttlæta langvarandi skorður á réttindi og frelsi. „Við þurfum að svara slíkum tilraunum og verðum að standa vörð um frið og öryggi, lög og reglu og mannréttindi, meðal annars réttindi kvenna og hinsegin fólks.“
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Ísland í mannréttindaráði SÞ Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira