Alls voru sex ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Í einu tilfelli framvísaði ökumaðurinn bráðabirgðaökuskírteini annars manns að því er segir í dagbók lögreglu.
Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, rangar upplýsingar hjá stjórnvaldi, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum sem og brot á vopnalögum.
Þá eru tveir farþegar sem voru í bílnum einnig grunaðir um brot á vopnalögum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira