Magnús D. Norðdahl vill leiða lista Pírata í Norðvestur Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2021 14:01 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Aðsend Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur tilkynnt um framboð hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars. Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magnúsi. Hann hefur að undanförnu vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður hælisleitenda, þar á meðal hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu sem var mikið í fréttum hér á landi síðasta haust og fékk að lokum dvalarleyfi hér á landi eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála. Málefni hælisleitenda í eðli sínu pólitísk Magnús segir málefni hælisleitenda í eðli sínu vera pólitísk og að baráttu hans á þeim vettvangi hafi skilað árangri fyrir fjölda einstaklinga og fjölskyldna sem áður horfðu fram á brottvísun úr landi en hafi fengið tækifæri til að setjast hér að og taka þátt og leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags. „Sem stjórnmálamaður langar mig almennt að útvíkka baráttu mína þannig að unnið sé að heildstæðum kerfisbreytingum til hagsbóta fyrir þá hópa samfélagsins sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er fólk sem hefur misst vinnuna, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur eða vanrækt börn svo dæmi séu nefnd. Baráttan er enn sú sama en er háð á öðrum og stærri vettvangi stjórnmálanna þar sem tækifæri gefst til að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni,“ segir Magnús. Hann segir þá stjórnmálaflokka, sem hafi farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafi fengið sitt tækifæri og nú sé komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. „Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þannig næst árangur,“ segir Magnús meðal annars í yfirlýsingunni. Í grunninn höfuðborgarbúi en margvísleg tengsl Magnús segir að þótt hann sé í grunninn höfuðborgarbúi séu tengsl hans við Norðvesturkjördæmi margvísleg. „Ég ber hag kjördæmisins fyrir brjósti í raun og sann og átti sæti á lista Pírata í kjördæminu fyrir síðustu alþingiskosningar. Ég starfaði sem leiðsögumaður í uppsveitum Borgarfjarðar á árunum 2007-2012. Það svæði þykir mér eitt það fegursta á landinu og legg ég leið mína þangað oft á hverju ári. Þá var föðuramma mín Guðrún Jóhanna Norðdahl fædd og uppalin á Skálmarnesmúla við norðanverðan Breiðafjörð. Þangað kom ég iðulega sem barn á ferðalagi með foreldrum mínum um landið. Ég er mikið náttúrubarn og hef gengið töluvert um kjördæmið, meðal annars á Hornströndum, Hítardal, Holtavörðuheiði, Þorskafirði, Snæfellsnesi, vestanverðum Tröllaskaga og víðar og heillast af fegurð og fjölbreytileika kjördæmisins. Þá er ég eigandi að hlut í tveimur jörðum í kjördæminu, annarri í Skagafirði og hinni á Barðaströnd. Að lokum skal nefnt að sem lögmaður hef ég tekið að mér hagsmunagæslu fyrir einstaklinga búsetta í kjördæminu og rekið mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði, Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi og Héraðsdómi Norðurlands vestra á Sauðárkróki,“ segir Magnús. Hann er kvæntur Auði Kömmu Einarsdóttur atvinnuráðgjafa og eiga þau saman tvö börn. Prófkjör Pírata stendur frá 3. til 13. mars.
Píratar Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira