Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:31 Niðurstöður könnunar Masíknu sem var gerð fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á dögunum 5. til 12. febrúar. Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins. Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins.
Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira