Blóðug barátta á botninum fyrir kosningar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 18:31 Niðurstöður könnunar Masíknu sem var gerð fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á dögunum 5. til 12. febrúar. Fylgi Samfylkingarinnar dalar nokkuð samkvæmt nýrri könnun og Flokkur fólksins dettur út af þingi. Prófessor í stjórnmálafræði telur nær ómögulegt að flokkum fjölgi á Alþingi og segir blóðuga baráttu fram undan á milli minnstu flokkanna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins. Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á fylgi flokkanna eykst stuðingur við stjórnarflokkana nokkuð á milli kannana. Fylgi Samfylkingar dalar hins vegar og fer úr rúmum sautján prósentum í ríflega fjórtán prósent. Könnunin var gerð á dögunum 5. til 12. febrúar. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði, rýndi í könnunina í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann bendir á að Samfylkingin hafi á þeim tíma, sem könnunin var gerð, verið í umræðunni vegna uppröðunar á lista. „Það var ekki óumdeild aðferð sem þar var notuð og kannski ekki allir sem skildu hana, þetta var einhvers konar hulið hálf prófkjör. En samt líka uppstilling. Eigi að síður fékk flokkurinn töluvert mikla umfjöllun og nýtur þess ekki í þessari könnun,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að fylgi Viðreisnar hafi risið undanfarið og að flokkurinn nú enn að bæta við sig rúmu prósenti. „Þarna gæti verið ákveðin hreyfing á milli sem ég myndi kannski helst skoða út frá þeirri vídd sem hefur verið minna áberandi í íslenskum stjórnmálum undanfarið; það er frjálslynda víddin. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/Arnar Samfylkingin hafi líkt og Viðreisn stillt sér upp sem frjálslyndum flokki. „Það er ekki ólíklegt að þarna séum við að sjá ákveðna tilfærslu, á reyndar bara litlum hluta, á þessu frjálslynda fylgi sem er þá að fara yfir í Viðreisn. Hinir frjálslyndu kratar eru aðeins að fara þarna á milli.“ Líkt og fram hefur komið er töluverð nýliðun í efstu sætum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiðir í Reykjavík norður, en í öðru sæti er nýliðinn Jóhann Páll Jóhannsson. Í Reykjavík suður eru Kristún Frostadóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Eiríkur segir að eftir því sem flokkum hafi fjölgað á Alþingi hafi baráttan um efstu sætin harðnað. „Þetta er algjör gjörbreyting á því ástandi sem var hér fyrr á árum. Þetta þýðir að í öllum þessum flokkum, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn, eru menn að keppa um örfá þingsæti. Þetta eru bara eitt, tvö eða þrjú sæti sem geta orðið þingsæti og jafnvel bara eitt eða tvö. Þannig að baráttan verður svo hörð. Gerir það að verkum að nýtt fólk sem kemur inn á þing verður bara hreinlega að ryðja öðrum þingmönnum út.“ Samkvæmt könnuninnni siglir Sósíalistaflokkurinn yfir fimm prósenta þröskuldinn og nær inn á þing. Flokkur fólksins mælist hins vegar úti með ríflega fjögur prósent. Eiríkur telur ólíklegt að flokkum á þingi fjölgi. „Það má halda því fram að kosningakerfið eins og það er uppsett rúmi ekki báða þessa flokka. Þannig þetta verður blóðug barátta á milli þeirra.“ Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Könnunin inniheldur tvær mælingar, sú fyrsta fór fram dagana 21. janúar til 1. febrúar 2021 og sú síðari 5. til 12. febrúar 2021 og voru svarendur 2.198 talsins.
Alþingi Samfylkingin Víglínan Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira