Fótbolti

Ó­vænt tap Bayern gæti opnað titil­bar­áttuna upp á gátt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Arne Dedert/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München töpuðu nokkuð óvænt á útivelli fyrir Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í dag, lokatölur 2-1 heimamönnum í vil.

Daichi Kamada kom Frankfurt yfir strax á 12. mínútu leiksins og hann lagði upp á Amin Younes þegar hálftími var liðinn af leiknum. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik.

Robert Lewandowski minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu Leroy Sané en nær komust meistararnir ekki. 

Lokatölur 2-1 Frankfurt í vil sem er nú með 42 stig í fjórða sæti eftir 22 leiki. Bæjarar eru sem fyrr á toppi deildarinnar með 49 stig, fimm stigum á undan RB Leipzig sem á leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.