Veituskurði og varnarkanti komið fyrir eftir samtal við íbúa Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 14:35 Mynd lögreglu sem tekin á Seyðisfirði í gær. Lögreglan Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem greint er frá stöðu mála varðandi hreinsunarstarf og vöktun á svæðinu þar sem aurskriður féllu í sunnanverðum firðinum í desember. Í undirbúningi er nú að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið. Þar sé hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Ekki þurfi að grípa til sambærilegra rýminga nema úrkoma sé meiri Einnig segir frá því að á Seyðisfirði hafi uppsöfnuð úrkoma verið rúmlega 100 millimetrar frá laugardegi og fram á miðvikudag sem sé sú mesta sem komið hafi frá skriðuhrinunni upp úr miðjum desember. Auk rigningar hafi einnig verið leysing. „Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag og varð vatnshæð svipuð og hún var í lok desember. Nú er vatnshæð farin að lækka aftur. Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS mælum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýminga á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð,“ segir í tilkynningunni, en rýma þurfti þrjú hús um helgina vegna úrhellisins. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37 Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem greint er frá stöðu mála varðandi hreinsunarstarf og vöktun á svæðinu þar sem aurskriður féllu í sunnanverðum firðinum í desember. Í undirbúningi er nú að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið. Þar sé hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Ekki þurfi að grípa til sambærilegra rýminga nema úrkoma sé meiri Einnig segir frá því að á Seyðisfirði hafi uppsöfnuð úrkoma verið rúmlega 100 millimetrar frá laugardegi og fram á miðvikudag sem sé sú mesta sem komið hafi frá skriðuhrinunni upp úr miðjum desember. Auk rigningar hafi einnig verið leysing. „Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag og varð vatnshæð svipuð og hún var í lok desember. Nú er vatnshæð farin að lækka aftur. Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS mælum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýminga á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð,“ segir í tilkynningunni, en rýma þurfti þrjú hús um helgina vegna úrhellisins.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37 Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37
Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“