Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2021 19:21 Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli. Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í morgun skýrslu sína um framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi en samtökin birtu fyrstu skýrslu sama efnis árið 2017. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir lítið hafa breyst á fjórum árum. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins segir mikla uppsafnaða viðhaldsþörf í vegakerfinu ekkert breytast á næstu tíu árum miðað við áætlanir.Stöð 2/Sigurjón „Við sjáum að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða hér á landi er 420 milljarðar króna eða 14,5 prósent af landsframleiðslu. Þetta er viðlíka stórt verkefni og var í skýrslunni okkar 2017. Þannig að staðan hefur ekkert batnað, því miður,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Á skalanum einum til fimm er ástand innviða að mati skýrsluhöfunda að meðaltali þrír en síðast töldu þrír liðirnir fá tvo í einkun í skýrslunni. Mest munar um þörf upp á 110 milljarða í þjóðvegi landsins, 50 til 70 millljarða í vegi á könnu sveitarfélaga og 50 til 85 milljarða í fráveitukerfi. Af samanlagt 420 milljörðum færu 26 prósent í þjóðvegina, 16 prósent í fráveitur og 14 prósent í sveitarfélagavegi. „Og þeir eru með rétt um 57 prósent af heildar uppsafnaðri viðhaldsþörf í öllu innviðakerfinu. Sem sýnir að ástandið á þessum innviðum er sérstaklega slæmt,“ segir Ingólfur. samtök iðnaðarins Framlög til innviðauppbyggingar lækkuðu strax í árið 2009 sem hlutfall af landsframleiðslu eftir efnahagshrunið 2008. Framlögin náðu síðan ekki meðaltali fyrri ára fyrr en í upphafi árs 2018. Blá örin á þessari mynd vísar til ársins 2009 þegar framlög hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu til innviða lækkaði undir meðaltal áranna frá 1996.samtök iðnaðarins „Við fengum sérfræðinga til að meta horfur til næstu tíu ára. Þar kemur fram til að mynda varðandi vegakerfið; þjóðvegina og sveitarfélagavegina að þeir fá það mati að það muni ekkert breytast. Ástandið á þeim bæ til næstu tíu ára. Það horfir aðeins betur við með fráveitukerfið. Þar er útlit fyrir að ástandið muni batna. Jafnvel verulega litið til næstu tíu ára,“ segir Ingólfur Bender. Það eru sjö mánuðir til alþingiskosninga hinn 25. september í haust. Í hádegisfréttum Bylgjunna sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra að stjórnvöld hefðu aukið framlög til innviðauppbyggingar mjög mikið. Það biði engu að síður næstu ríkisstjórnar að setja enn meiri fjármuni í viðhaldsframkvæmdir á vegakerfinu. „Já, ég er ekki í neinum vafa um það. Við höfum verið að leggja áherslu á það á þessu kjörtímabili að setja annars vegar fjármagn í þessi mál beint frá ríkissjóði og hins vegar horft út fyrir boxið með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Við förum líka aðrar leiðir í fjármögnun sem og samvinnuleiðirnar og ég er sannfærður um að menn verða að horfa í vaxandi mæli í þessa átt,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegagerð Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira