Menning

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Avon heldur sína fyrstu listasýningu.
Kristín Avon heldur sína fyrstu listasýningu.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

„Ég byrjaði að mála þegar ég missti vinnuna mína í Covid og ákvað að fara beint í djúpu laugina og selja verkin mín. Það hefur gengið vonum framar og margar fyrirspurnir hvenær og hvort ég myndi vera með listasýningu. Vegna aðstæðna þurfti ég að finna lausn á því hvernig ég ætti að uppfæra sýninguna mína á Covid vænsn hátt.“

Því verður þetta einskonar bílalistasýning og getur fólk keyrt um bílakjallarann og skoðað verk Kristínar.

„Fólk á ekki að þurfa að fara út úr bílnum sínum. Verkin verða sett upp þannig að það sé hægt að keyra hægt og rólega í gegn og skoða verkin þannig.“

Sýningin verður frá klukkan 20:00-23:00 sunnudaginn 21. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×