Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 12:23 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um frekar tilslakanir innanlands. Vísir/Vilhelm Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. „Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira