Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 12:23 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um frekar tilslakanir innanlands. Vísir/Vilhelm Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. „Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
„Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira