Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 22:58 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar. Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira
Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar.
Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjá meira