Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 22:58 Í raun hefur ekkert verið gert fyrir húsið síðan 1964. Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar. Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þetta kemur fram á fasteignavef Vísis en Fréttablaðið greindi fyrst frá sölunni. Eignin sem er staðsett í Skólagerði 47 er í vægast sagt slæmu ásigkomulagi af ljósmyndum að dæma en fram kemur í fasteignaauglýsingu að töluvert sé um myglu og rakaskemmdir í húsinu. Fasteignasali vildi ekkert gefa upp um söluverð eða kaupanda eignarinnar í samtali við Fréttablaðið en uppgefið verð hússins eru 38,5 milljónir króna og fasteignamat þess 51,3 milljónir. Húsið er 204 fermetrar og eru þar fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Einnig eru tvennar svalir í húsinu. Að sögn fasteignasala er nauðsynlegt að endurnýja eignina að fullu að utan og í raun að innan líka. Áður hefur verið greint frá því að húsið hafi tilheyrt dánarbúi Carls Johans Eiríkssonar sem var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma en hann lést síðastliðið sumar 91 árs að aldri. Hann tók til að mynda þátt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992 í riffilskotfimi, nánar tiltekið í greininni 60 skot liggjandi. Fram kemur í fasteignaauglýsingu að í ljósi aðstæðna geti seljandi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína gagnvart kaupanda að fullu. Kaupandi hússins þarf að fara í mikla endurnýjun á eigninni. Í raun þarf að taka allt í gegn í eigninni. Fram hefur komið að nágrannar hafi kvartað ítrekað undan viðhaldsskorti á húsinu og haft áhyggjur af því að ástand þess myndi minnka virði eignar sinnar.
Kópavogur Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Sjá meira