Innlent

Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Nú er yfirvofandi snjóflóðahætta.
Aurskriður féllu á Seyðisfirði fyrr í vetur. Nú er yfirvofandi snjóflóðahætta. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi.

Rýmingin nær til reita 4 og 6 á Seyðisfirði sem sjá má á meðfylgjandi korti. Íbúar á þessum svæðum hafa þegar verið upplýstir um rýminguna en um er að ræða sjö einstaklinga sem búa í þremur húsum. Að svo stöddu er ekki gert ráð fyrir frekari rýmingu að því er segir í tilkynningunni. Enn sé þó vel fylgst með hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar og tilkynnt verður um frekari ráðstafanir ef til þeirra kemur.

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar mun fljótlega fara yfir til Seyðsfjarðar en það er nú statt á Reyðarfirði. Tekið er fram í tilkynningunni að um öryggisráðstöfun sé að ræða.

Skjáskot af snjóflóðarýmingarkorti. Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×