Svefnlausir starfsmenn dýrir vinnuveitendum sínum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. febrúar 2021 14:46 Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Aðsend Það er allt of algengt að fólk komi þreytt og illa sofið í vinnuna, sem er dýrt fyrir atvinnurekendur því þá er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og að það lendi í slysum. Þá taki svefnlausir starfsmenn 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel. Þetta segir svefnráðgjafi, sem segir ekkert jafnast á við góðan svefn. Það er æði misjafn hvað við sofum mikið, sumir þurfa að sofa lítið en aðrir þurfamikinn svefn. Rannsóknir segja þó að þriðjungur íslensku þjóðarinnar sofi allt of lítið, eða sex tíma á nóttu en við eigum að sofa allavega sjö tíma á nóttu og helst átta til níu tíma. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og svefnráðgjafi segir atvinnulífið tapa á illa sofandi starfsfólki. „Já, og það er mjög dýrt fyrir vinnuveitendur því ef við erum illa sofin þá erum við bæði margfalt líklegri til að gera mistök og lenda í slysum og svefnlausir starfsmenn taka líka 100 prósent fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel, þannig að það er til mikils að vinna að bæta svefn hjá starfsfólki,“ segir Erla. Hvernig ættu vinnuveitendur að beita sér í því? „Bæði að vera með fræðslu um mikilvægi svefns inn á vinnustöðunum og svo við hjá eins og Betri Svefn erum að skima fyrir svefnvandamálum innan fyrirtækja og veita þreyttu starfsfólki meðferðir við svefnvanda, þannig að það er ein leið sem hægt er að fara. Svo auðvitað líka að vera sveigjanlegur, bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma þar sem það er hægt.“ Erla segir að þeir sem lifi vel og lengi sofi samtals í 30 ár af ævi sinni, sem er mikill tími og því skipti gæði svefnsins öllu máli. En hvenær sofum við best á nóttunni? „Fyrri part nætur, þá erum við í þessum djúpa svefni, sem er mikilvægast svefninn og skilar okkur hvíldinni og endurnæringunni, sem við viljum auðvitað öll fá út úr svefninum,“ segir Erla. Svefn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Það er æði misjafn hvað við sofum mikið, sumir þurfa að sofa lítið en aðrir þurfamikinn svefn. Rannsóknir segja þó að þriðjungur íslensku þjóðarinnar sofi allt of lítið, eða sex tíma á nóttu en við eigum að sofa allavega sjö tíma á nóttu og helst átta til níu tíma. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns og svefnráðgjafi segir atvinnulífið tapa á illa sofandi starfsfólki. „Já, og það er mjög dýrt fyrir vinnuveitendur því ef við erum illa sofin þá erum við bæði margfalt líklegri til að gera mistök og lenda í slysum og svefnlausir starfsmenn taka líka 100 prósent fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel, þannig að það er til mikils að vinna að bæta svefn hjá starfsfólki,“ segir Erla. Hvernig ættu vinnuveitendur að beita sér í því? „Bæði að vera með fræðslu um mikilvægi svefns inn á vinnustöðunum og svo við hjá eins og Betri Svefn erum að skima fyrir svefnvandamálum innan fyrirtækja og veita þreyttu starfsfólki meðferðir við svefnvanda, þannig að það er ein leið sem hægt er að fara. Svo auðvitað líka að vera sveigjanlegur, bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma þar sem það er hægt.“ Erla segir að þeir sem lifi vel og lengi sofi samtals í 30 ár af ævi sinni, sem er mikill tími og því skipti gæði svefnsins öllu máli. En hvenær sofum við best á nóttunni? „Fyrri part nætur, þá erum við í þessum djúpa svefni, sem er mikilvægast svefninn og skilar okkur hvíldinni og endurnæringunni, sem við viljum auðvitað öll fá út úr svefninum,“ segir Erla.
Svefn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira