Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 16:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bindur vonir við að hægt verði að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum í sumar. Stöð2/Sigurjón Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43