Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að atvinnulíf á Seyðisfirði hafi orðið fyrir verulegu áfalli vegna náttúruhamfaranna á í desember. 

Við ræðum hana í kvöldfréttum okkar á Bylgjunni og Stöð 2 klukkan 18:30 en ríkisstjórnin hefur ákveðið að að leggja til 215 milljón krónur á næstu þremur árum til að byggja upp atvinnulífið að nýju ásamt heimamönnum.

Þá segjum við frá því að neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni.

Við verðum í beinni útsendingu úr miðbænum og tölum við eigendur bara og veitingastaða en mikið líf að færast aftur í miðbæinn. Víða eru öll borð uppbókum um helgar og þá eru barir og skemmtistaðir nú opnir í fyrsta sinn síðan í október.

Við hittum líka tíkin Zenta sem er magnaður hundur á sveitabæ í Rangárvallasýslu því hún er aðeins með þrjár lappir. Hún lætur það þó ekki aftra sér við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.