Innlent

Fjórir greindust innanlands í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin í Laugardalshöll á miðvikudag þegar framlínustarfsmenn voru bólusettir í annað sinn með bóluefni Moderna.
Myndin er tekin í Laugardalshöll á miðvikudag þegar framlínustarfsmenn voru bólusettir í annað sinn með bóluefni Moderna. Vísir/Vilhelm

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Allir fjórir greindust í einkennasýnatöku og voru þeir allir í sóttkví við greiningu. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingur hafi greinst smitaður á landamærum. Hann hafi svo farið á heimili og hans nánasta fólks smitast út frá honum.

Sex greindust við landamæraskimun. Þrír reyndust vera með virkt smit í seinni sýnatöku og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum þremur.

Nýgengi innanlandssmita er 2,5 og nýgengi landamærasmita 5,7. Nítján eru í sóttkví miðað við þrettán manns í gær. Þá eru 26 í einangrun en voru 21 í gær. 718 eru í skimunarsóttkví.

Ellefu eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en frá því var greint í gær að enginn lægi þar inni með virkt smit.

Alls voru tekin 566 einkennasýni, 380 sýni við landamæraskimun og fjögur sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.