Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 20:08 Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sitt í Brákarey í Borgarnesi á morgun vegna slæmra brunavarna. Vísir/Vilhelm Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref. Borgarbyggð Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við brunavarnir í húsinu, en þar segir ljóst að nauðsynlegt sé að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu. Þær breytingar varða sérstaklega flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar. Skessuhorn greinir frá þessu. Um er að ræða húsnæði við Brákarbraut 25 og 27 í Brákarey, þar sem félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir eru með starfsemi. Rekstraraðilum í húsnæðinu var tilkynnt um lokunina á fundi í dag. Grímshús í Brákarey verður eina húsnæðið í eyjunni í eigu sveitarfélagsins sem fær að vera opið áfram. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu úttekt í húsnæði Ölunnar í síðustu viku og var í kjölfarið ákveðið að framkvæma heildarúttekt á húsnæðinu að Brákarbraut 25-27. Fram kemur hjá Skessuhorni að í kjölfar þess að niðurstöður lágu fyrir var ekki annað í stöðunni en að loka húsnæðinu um óákveðinn tíma. Eldvarnareftirlitið og byggingafulltrúi gerðu alvarlegar athugasemdir vegna brunavarna í húsinu og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn að ekki hafi annað komið til greina en að loka húsnæðinu. „Þessi ákvörðun er okkur ekki léttvæg en við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi þeirra aðila sem hafa notað aðstöðuna í húsnæðinu. Niðurstöður úr úttektunum hafa leitt í ljós að nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á húsnæðinu, m.t.t. til eldvarna- og öryggismála. Helstu athugasemdir varða flóttaleiðir, vatnsleka, brunahólfun, rafmagnsmál og leiðir til reyklosunar,“ segir Þórdís. Engin ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref í málinu og framtíð húsanna. Byggðarráð Borgarbyggðar mun í næstu viku ræða málið á fundi sínum og ákvörðun verður þá tekin um næstu skref.
Borgarbyggð Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira