Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 14:04 Sólveig Ásgeirsdóttir (t.v.) bjargaði lífi Súsönnu Helgadóttur (t.h.) í júlí síðastliðnum. Vísir/Sigurjón Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. Sólveig, sem er 27 ára, var í heimsókn hjá Súsönnu sumarkvöld í júlí eins og svo oft áður. Þær vinkonur sátu að spjalli þegar Súsanna, 28 ára, missti skyndilega meðvitund. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. „Í upphafi trúði ég ekki að þetta væri að gerast. Þetta var svolítið sjokk en ég hringdi um leið á neyðarlínuna þegar ég áttaði mig á að ekki væri allt með felldu. Og eftir einhverja stund verður hún föl og blá og þá áttaði ég mig á að hún andaði ekki og var ekki með púls. Ég hef þá endurlífgun með hjálp neyðarlínustarfsmannsins í símanum,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Á meðan á endurlífguninni stóð er maður í því hugarástandi að bjarga henni og er ekki beint að hugsa mikið um aðstæðurnar. En um leið og sjúkraflutningamennirnir komu og tóku við þá helltist yfir mann mikið áfall.“ Þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið Sólveig segist þakklát fyrir að hafa verið stödd hjá vinkonu sinni þetta kvöld og segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst hefði hún ekki verið á staðnum. Hún er enn fremur þakklát fyrir að hafa nýlega lokið skyndihjálparnámskeiði þegar atvikið varð. „Þetta er eiginlega bara ótrúlegt hversu stuttu áður ég var búin að fara á námskeið og er ótrúlega þakklát mínum vinnustað, að hafa haldið þetta námskeið og í rauninni þakklát fyrir að hafa brugðist svona við. Því maður veit aldrei hvernig maður bregst við í aðstæðunum, sama hversu oft maður lærir þetta. Þannig að ég get ekki sagt neitt annað en að allir eigi að fara á skyndihjálparnámskeið og halda þeirri þekkingu við ef að þeir skyldu lenda í þessum ólíklegu aðstæðum geti þeir brugðist við og bjargað lífi,“ segir Sólveig. Súsanna var á spítala í tvær vikur. Í ljós kom að hún er með leyndan hjartagalla en hefur nú náð miklum bata. Hún er fékk bjargráð og hefur lokið endurhæfingu. Árlega óskar Rauði krossinn eftir tilnefningum til Skyndihjálparmanns ársins í tengslum við 112 daginn. Tilgangur þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Sérstök valnefnd fer yfir þær ábendingar sem berast og útnefnir Skyndihjálparmann ársins. Í nefndinni eru fulltrúar frá Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins. Góðverk Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sólveig, sem er 27 ára, var í heimsókn hjá Súsönnu sumarkvöld í júlí eins og svo oft áður. Þær vinkonur sátu að spjalli þegar Súsanna, 28 ára, missti skyndilega meðvitund. Sólveig var fljót að átta sig á að eitthvað alvarlegt amaði að vinkonu sinni og hringdi strax í 112. Á þessum tímapunkti var Súsanna ekki með púls, hætt að anda og orðin blá í framan. Með aðstoð neyðarvarðar 112 hóf Sólveig endurlífgun og hnoðaði Súsönnu og blés þangað til sjúkraflutningamenn komu á staðinn. „Í upphafi trúði ég ekki að þetta væri að gerast. Þetta var svolítið sjokk en ég hringdi um leið á neyðarlínuna þegar ég áttaði mig á að ekki væri allt með felldu. Og eftir einhverja stund verður hún föl og blá og þá áttaði ég mig á að hún andaði ekki og var ekki með púls. Ég hef þá endurlífgun með hjálp neyðarlínustarfsmannsins í símanum,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. „Á meðan á endurlífguninni stóð er maður í því hugarástandi að bjarga henni og er ekki beint að hugsa mikið um aðstæðurnar. En um leið og sjúkraflutningamennirnir komu og tóku við þá helltist yfir mann mikið áfall.“ Þakklát fyrir skyndihjálparnámskeiðið Sólveig segist þakklát fyrir að hafa verið stödd hjá vinkonu sinni þetta kvöld og segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði gerst hefði hún ekki verið á staðnum. Hún er enn fremur þakklát fyrir að hafa nýlega lokið skyndihjálparnámskeiði þegar atvikið varð. „Þetta er eiginlega bara ótrúlegt hversu stuttu áður ég var búin að fara á námskeið og er ótrúlega þakklát mínum vinnustað, að hafa haldið þetta námskeið og í rauninni þakklát fyrir að hafa brugðist svona við. Því maður veit aldrei hvernig maður bregst við í aðstæðunum, sama hversu oft maður lærir þetta. Þannig að ég get ekki sagt neitt annað en að allir eigi að fara á skyndihjálparnámskeið og halda þeirri þekkingu við ef að þeir skyldu lenda í þessum ólíklegu aðstæðum geti þeir brugðist við og bjargað lífi,“ segir Sólveig. Súsanna var á spítala í tvær vikur. Í ljós kom að hún er með leyndan hjartagalla en hefur nú náð miklum bata. Hún er fékk bjargráð og hefur lokið endurhæfingu. Árlega óskar Rauði krossinn eftir tilnefningum til Skyndihjálparmanns ársins í tengslum við 112 daginn. Tilgangur þess er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda. Sérstök valnefnd fer yfir þær ábendingar sem berast og útnefnir Skyndihjálparmann ársins. Í nefndinni eru fulltrúar frá Rauða krossinum, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins.
Í umsögn valnefndar segir: Sólveig sýndi snarræði á neyðarstundu og þessi atburður sýnir okkur að alvarlegir atburðir geta orðið hvar sem er. Hver sem er getur lent í þeirri stöðu að þurfa að bjarga meðborgurum sínum, jafnvel á rólegu kvöldi heima hjá góðum vini. Sem betur fer er sjaldgæft að jafn ungt fólk og Súsanna fari í hjartastopp án nokkurs fyrirvara en saga þeirra Sólveigar á erindi við okkur öll, enda gerist hún í aðstæðum sem flestir geta tengt við. Snarræði Sólveigar bjargaði lífi ungrar móður sem átti sér einskis ills von. Sólveig á svo sannarlega skilið að vera sæmd titlinum Skyndihjálparmaður ársins.
Góðverk Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira