Lífið

Karitas og Hafsteinn eiga von á sínu öðru barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafsteinn og Karitas eiga og reka Haf store og Haf Studio.
Hafsteinn og Karitas eiga og reka Haf store og Haf Studio.

Hjónin Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson sem eiga og reka Haf Studio og Haf Store eiga von á sínu öðru barni.

Karitas greinir sjálf frá þessu á Instagram og birtir fallega fjölskyldumynd.

„Við getum ekki beðið eftir að hitta litlu systur í júlí,“ skrifar Karitas við myndina en fyrir eiga þau eina dóttur.

Þau hjónin þykja með eindæmum smekkleg og hefur verið fjallað um heimilin þeirra nokkrum sinnum í þáttunum Heimsókn með Sindra Sindrasyni. Hér að neðan má til að mynda sjá heimilið þeirra þegar þau bjuggu á Sólvallagötu en í dag búa þau við Laufásveg og tóku þau það heimili í gegn og stórkostlegri útkomu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.