„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:48 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Félagi þeirra, sem sneri við úr þriðju búðum, segir óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur. Facebook „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“ Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þetta skrifar Colin O‘Brady, rithöfundur og fjallgöngumaður, sem var með hópnum á K2 fyrir helgi. Hann segir það óraunverulegt að hugsa til þess að þeir snúi sennilega ekki aftur, enda hafi þeir orðið nánir vinir. „Af einhverjum ástæðum ákvað ég að hlusta á innsæið og snúa aftur. Nú er gengið út frá því að þeir séu ekki á lífi,“ skrifar O‘Brady á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Colin O'Brady (@colinobrady) Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sagði í tilkynningu til fjölmiðla í dag að fjölskyldan gerði sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn fyndist á lífi væri mjög lítil. Þeirra hefur nú verið saknað í rúmlega þrjá sólarhringa. „Ég á svo margar góðar minningar með öllum þessum mönnum. Ég trúi því ekki að þeir séu farnir,“ skrifar O' Brady. Hann segir hug sinn vera hjá fjölskyldu þeirra og börnum, en þeir voru allir feður. „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur – góðhjartaðir, ástríkir og eins heiðvirðir og hugsast getur.“
Nepal Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04