Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:19 Helga Guðrún fer gegn Ragnari Þór. Samsett Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur.
Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira