Innlent

Borgar­lína, út­lendinga­lög og efna­hags­að­gerðir í Sprengi­sandi

Sylvía Hall skrifar
Á meðal viðmælanda í dag eru Þorbjörg Sigríður, Ólafur, Sigmar og Eyþór. 
Á meðal viðmælanda í dag eru Þorbjörg Sigríður, Ólafur, Sigmar og Eyþór.  Samsett

Það verður mikið um að vera í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Fyrstur á mælendaskrá er Jón Ólafsson sem mun ræða stöðuna í Rússlandi, fangelsisdóm stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og hvort atburðarásin sé farin að valda Pútín áhyggjum.

Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona Viðreisnar og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður munu ræða um nýja þingsályktunartillögu Miðflokksins varðandi breytingar á útlendingalögum, sem á meðal annars að miða að því að hraða málsmeðferð.

Þá munu þeir Pawel Bartoszek og Eyþór Arnalds ræða Borgarlínu og Sundabraut og áhrif framkvæmdanna á Reykjavíkurborg og nágrenni.

Að lokum mætir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og ræðir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem hann telur ekki fullnægjandi. Undanfarið ár hafi þær ekki skilað sér til smárra og meðalstórra fyrirtækja og gagnrýnir hann Samtök atvinnulífsins harðlega.

Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni frá klukkan 10 og 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×