Leit heldur áfram í birtingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 23:18 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. „Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2. Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2.
Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira